19. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. nóvember 2023 kl. 09:37


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:37
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:37
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:37
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:37
Halldór Auðar Svansson (HAS), kl. 09:37
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:37
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:37
Logi Einarsson (LE) fyrir (KFrost), kl. 09:37

Teitur Björn Einarsson var fjarverandi. Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 10:36.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 09:37
Til fundarins komu Kristján Sverrisson, Ingibjörg Hinriksdóttir og Anna Ósk Sigurðardóttir frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
Kl. 10:28. Sigurður Árnason frá Byggðastofnun.
Gestirnir kynntu umsagnir stofnana sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 10:51
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu tillögu formanns um að væntanlegt frumvarp til fjáraukalaga yrði tekið á dagskrá nefndarinnar miðvikudaginn 15. nóvember n.k. jafnvel þó að ekki hafi tekist að útbýta málinu fyrir þann tíma. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:53
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:54